Frétt

Kæru aðstandendur

Það var þung ákvörðun að þurfa að takmarka heimsóknir ykkar til ástvina eins og við höfum nú gert.  Við sáum okkur þó ekki fært að gera annað í ljósi þeirrar siglingar sem faraldurinn virðist vera á.   Okkur hefur tekist með sameiginlegu átaki ykkar og okkar að halda veirunni frá heimilisfólki.  Nú reynir á úthaldið.  Við gerum ráð fyrir að halda þessum takmörkunum út næstu viku, ég set heimsóknarreglurnar hér með fyrir neðan.  Ef eitthvað er óljóst ekki hika við að hafa samband við undirritaða.  

Enn og aftur takk fyrir samstöðuna og góða helgi.

Mússa

6. október 2020

NEYÐARSTIG almannavarna – COVID-19
Heimsóknarreglur eru á NEYÐARSTIGI sem þýðir að engar heimsóknir eru leyfðar nema í eftirfarandi undantekningartilfellum
a. Íbúi er á lífslokameðferð
b. Íbúi veikist skyndilega
c. Um er að ræða neyðartilfelli
d. Ef hjúkrunardeildarstjóri metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu.
Gestir á undanþágu þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur við komu á heimilið. Nota hanska og maska meðan á dvöl stendur og halda 1 metra fjarlægð inni á herbergi heimilismans. Gestir þurfa að hafa samþykki viðkomandi hjúkrunardeildarstjóra.