Vöfflukaffið farið af stað aftur hjá íbúum íbúða 60+ 26.08.2022 MörkinFyrsta vöfflukaffið eftir sumarfrí var á mánudaginn. Það var góð mæting og mikil gleði meðal íbúa með að kaffið sé byrjað aftur. Allir íbúar eru velkomnir á mánudögum kl. 14:30-15:30 í Kaffi Mörk.