Sumarhátíð Markar
Þvílíkur dásemdardagur í Mörk.
Héldum sumarhátið í bongóblíðu. Fengum frábæra listamenn til liðs við okkur. Stúlknabandið Tónafljóð söng sígildu gömlu dægurlögin, ungviðið lék sér í hoppukastala og fékk blöðru hjá Daníel blaðrara og síðan var Ingunn með andlitsmálningu fyrir þá sem vildu.
Boðið var upp á melónur, sætindi, flatkökur, gos og sumarlegar veitingar.