Um þessr mundir standa yfir heilsudagar á Grund.  Heimilisfólki og starfsfólki er boðið upp á vítamínríkan orkudrykk á morgnana, Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval ávaxta og grænmetis þessa viku og hreyfingu. Starfsfólki er boðið upp á heilsufarsmælingar hverskonar og sjúkraþjálfun hefur boðist til að setja saman æfingaprógram fyrir þá sem vilja komast í þokkalegt form. Starfsmannafélag Grundar býður siðan starfsfólki og heimilisfólki í dans á föstudag. 

Prestarnir Pétur Þorsteinsson, Árni Sigurðsson, Auður Inga Einarsdótti rog Bjarni T. Rögnvaldsson.

Það kom nýlega í ljós að á Grund voru að öllu jafna fjórir prestar í húsinu, tveir starfandi og tveir heimilismenn.  Þótti því tilvalið að slá upp prestakaffi þar sem slegið var á létta strengi. Prestarnir báru saman bækur sínar og ræddu meðal annars þau atvik þar sem þeim hafði orðið á í messunni. Þetta var hin besta stund og spurning hvort leikurinn verði ekki endurtekinn áður en langt um liður..

Grund leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í mannauðsmálum fyrir hjúkrunarheimili Grundar og tengd félög.

Sækja um starfið

Þegar veðrið var sem best í síðustu viku ákváðu Katla og Sigurlaug að bjóða upp á starf Sólskinshópsins, hér á Grund, undir berum himni. Mikið var það vel til fundið. Það er svosem alltaf gaman hjá þeim í þessum frábæra hópi en veðurblíðan gerði stundina enn skemmtilegri.