Þorvaldur tók við tertunni hjá Belindu þegar hún mætti í óveðrinu með tertuna.

Fulbright stofnunin fagnar sextíu ára afmæli um þessar mundir og hélt upp á afmælið með góðu bakkelsi. Þegar afmælið var búið var eftir sextíu manna terta og þá datt starfsfólkinu í hug að láta heimilisfólkið á Grund njóta góðs af. Belinda Theriault mætti því færandi hendi hingað á Grund í dag og við þökkum kærlega fyrir hugulsemina.