Heimilismaðurinn Victor M. Strange efur verið að hanna þennan standlampa, með aðstoð Valdísar Viðarsdóttur, starfsmanns í vinnustofunni. Hólkurinn er undan efnisstranga, hann er vafinn með afgangsgarni, fóturinn kemur frá Odda og er undan stóru pappírsrúllunum hjá þeim, hann er prýddur með húsgagnaáklæði og lampaskermurinn kemur úr Góða hirðinum..