Jóhann Sveinsson, matreiðslumeistari Grundar, hlaut um síðastliðna helgi Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara en orðan var veitt við hátíðlega athöfn á árshátíð matreiðslumeistara á Hilton. Jóhann var eini matreiðslumeistarinn sem hlaut orðuna þetta árið en hana fékk hann fyrir faglegan dugnað og að lyfta faginu til virðingar og fyrir að viðhalda góðum hefðum. Gaman fyrir Grund að hafa í sínum röðum matreiðslumeistara sem fær slíka viðurkenningu frá kollegum sínum. Til hamingju Jóhann.