Prestarnir Pétur Þorsteinsson, Árni Sigurðsson, Auður Inga Einarsdótti rog Bjarni T. Rögnvaldsson.

Það kom nýlega í ljós að á Grund voru að öllu jafna fjórir prestar í húsinu, tveir starfandi og tveir heimilismenn.  Þótti því tilvalið að slá upp prestakaffi þar sem slegið var á létta strengi. Prestarnir báru saman bækur sínar og ræddu meðal annars þau atvik þar sem þeim hafði orðið á í messunni. Þetta var hin besta stund og spurning hvort leikurinn verði ekki endurtekinn áður en langt um liður..