Mörk

Kæru aðstandendur

Við viljum skerpa hérna á nokkrum atriðum vegna smita í samfélaginu. Hjúkrunarheimilið er áfram opið en við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri. Ekki er ráðlegt að börn og ungmenni komi í heimsókn á þessum tímapunkti. Undanþágur má gera ef barn/ungmenni er nánasti aðstandandi. Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir í heimsókn til íbúa á hverjum tíma nema að höfðu samráði við starfsfólk deildar. Gestir fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis. Gestir þvo hendur með sápu og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga. d. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. e. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).... lesa meira


Sumarhátíð Markar

Það ríkti kátína í Mörk í síðustu viku þegar haldin var sumarhátíð í garðinum.Heimilisfólk og aðstandendur gerðu sér glaðan dag með ýmsum hætti. Barnabörnin og barnabarnabörnin skemmtu sér í hoppukastala, boðið var upp á andlitsmálningu, sumir púttuðu og svo bauð heimilisfólkið upp á ís í tilefni dagsins. ... lesa meira


Bauð frúnni í hjólatúr

Í mai var haldið hjólanámskeið á vegum Hjólað óháð aldri. Ólafur eiginmaður Hönnu Maju hér í Mörk bauð eiginkonunni í skemmtilega hjólaferð í rigningunni. María og Alda fóru einnig rúnt í garðinum. Áhugasamir aðstandendur um hjólaferðir með heimilisfólki geta nálgast nánari upplýsingar hjá sjúkraþjálfuninni eða í vinnustofu heimilisins.... lesa meira


Hjóluðu 739 kílómetra

Markarliðið í Hjólað í vinnuna lenti í 62.sæti í kílómetrakeppninni Lið Markar hjólaði alls 47 daga og var heildarvegalengd hjá Mörkinni 738.8 km. Markarliðið skipuðu Ragnhildur, Sigríður og Guðrún sem eru á myndinni en á myndina vantar tvo liðsfélaga Líney og Einar.... lesa meira

Kæru aðstandendur

Í samráði við sóttvarnaryfirvöld gerum við nú tilslakanir á heimsóknarreglum. Áfram biðjum við gesti að gæta ítrustu árverkni og hafa sóttvarnarráðstafanir í heiðri. Gestir og börn þeirra eru velkomin. Gestir dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eins og borðstofu og setustofu. Gestir, börn og heimilismenn hjúkrunarheimilisins eru velkomnir í Kaffi Mörk á meðan sætarými leyfir. Heimilismönnum er heimilt að fara út af heimilinu, í garðinn okkar fallega, í bílferðir og heimsóknir með sínum nánustu. Gestir bera grímur, spritta hendur og fara beint inn á herbergi þar sem þeir geta tekið grímuna niður. Aðalinngangur í Mörk er opinn milli kl.8-18. Mikilvægt er að hafa í huga að sömu samkomutakmarkanir gilda í Mörk og almennt í samfélaginu og höfum hugfast að bólusettir einstaklingar geta smitast af Covid og smitað aðra. ​Í Mörk er búið að fullbólusetja allflesta heimilismenn og starfsmenn. Enn er eftir að bólusetja vorboðana okkar ljúfu, starfsmenn sem hófu störf á vormánuðum og eru komnir til að leysa okkur hin af í sumarfrí, ef af líkum lætur fá þau bólusetningu á næstu vikum. ​Ég tek heilshugar undir orð Gísla Páls forstjóri Grundarheimilanna það sem hann sagði meðal annars í pistli sínum 30.apríl síðastliðnum að lengsti og erfiðasti vetur á sinni starfsævi væri lokið. En þeir sem þekkja mig vita að ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari og nú horfir til betri tíðar þar sem sumarið er heldur betur farið að minna á sig og framundan er sól og sumarylur. ​Hjartans þakkir fyrir allt og gleðilegt sumar, Ragnhildur... lesa meira