Mörk


Taktu auka skrefið

Sigfríður Birna Sigmarsdóttir er starfsmaður okkar hér í Mörk. Hún ætlar að hjóla Jakobsveginn og safna í leiðinni fyrir heimilið Glaumbæ í Mörk. Sjá hér að neðan frekari upplýsingar frá henni um tilhögun ferðarinnar og söfnunina. ​ ... lesa meira

Grundarheimilin fengu 15 spjaldtölvur að gjöf

Þór Pálsson framkvæmdastjóri hjá Rafmennt kom færandi hendi á Grund með 15 spjaldtölvur sem voru gjöf til Grundarheimilanna. Rafmennt hefur gefið nemendum sem hefja grunnnám rafiðngreina spjaldtölvu til eigna. Á seinasta ári var ákveðið að breyta um styrk til grunnnámsnema. Þessi spjöld eru afgangur frá þessu verkefni og ákvað stjórn Rafmenntar að gefa þau til góðgerðarmála. Á myndinni er Þór Pálsson fyrir miðju og Sigríður Sigurðardóttir og Kjartan Örn Júlíusson sitt hvoru megin að taka við þessari rausnarlegu gjöf. Rafmennt er þakkað af heilum hug fyrir spjaldtölvurnar og hulstrin sem fylgdu. Þær eiga eftir að koma sér mjög vel á Grundarheimilunum þremur.... lesa meira



Reynt að draga úr áhrifum verkfallsins á Grundarheimilin

Á morgun, miðvikudaginn 15. febrúar, hefst að öllu óbreyttu verkfall hjá vörubílstjórum og bílstjórum olíudreifingar. Það mun að öllum líkindum hafa einhver áhrif á starfsemi Grundarheimilanna og því miður má gera ráð fyrir skerðingu á þjónustu og starfsemi. Við höfum tryggt eldsneyti í nokkrar vikur til að tryggja flutning á matvælum og þvotti milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Ennfremur er birgðastaða nokkuð góð hjá okkur bæði hvað varðar mat og hjúkrunarvörur og sumir birgjar eru með rafmagnsbíla. Þá höfum við aðgang að nokkrum rafmagnsbílum og strætó hefur gefið út að þeir hafi eldsneytisbirgðir í tíu til fjórtán daga. Grundarheimilin eru aðili að Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og hafa þau sótt um undanþágur fyrir starfsfólk aðildarfélaga að eldsneyti og lagt áherslu á að samgöngutæki fái að ganga. Binda samtökin vonir við að þær undanþágur verði veittar. Að sjálfsögðu munum við eftir bestu getu reyna að draga úr áhrifum verkfallsins á starfsemi Grundarheimilanna.... lesa meira



Spjallað og bjástrað

Það þarf ekkert endilega skipulagða skemmtidagskrá til að brjóta upp daginn. Stundum nægir bara samvera og sumir kjósa að dunda sér á meðan við prjónaskap, mála kannski, teikna eða lesa. Svo gerir náttúrulega útslagið að fá heitan bakstur á axlirnar.... lesa meira