Afþreying

Afþreying

Ýmislegt er í boði til dægrastyttingar á Grund. Morgunstund er alla virka daga frá 9.15-11.15 í hátíðasal á 3. hæð. Þar er flutt morgunbæn, gerðar leikfimiæfingar, lesið úr dagblöðum, lesin framhaldssaga, ljóðalestur, söngur og ýmislegt fleira. Vinafundir eru haldnir á deildunum og boðið upp á harmonikkudansleiki, upplestur, spurningar og spjall, hattaböll, myndasýningar, söngskemmtanir og fleira. Á morgnana er hægt að taka þátt í  fjölbreyttu starfi, spilamennsku, málun, ljóðalestri og árstíðabundnu starfi líka eins og kökubakstri fyrir jólin.