Gestaíbúð

Gestaíbúð

Aðstandendur heimilisfólks sem býr á Grund geta fengið að gista í nýrri gestaíbúð við Suðurlandsbraut 58 gegn vægu gjaldi. Íbúðin er í nýju íbúðahúsunum þremur í Mörk sem Grund festi nýverið kaup á. Íbúðin er hugsuð fyrir þá aðstandendur sem búa úti á landi eða í útlöndum og vantar athvarf þegar þeir koma til að heimsækja heimilismenn. Íbúðin er fullbúin húsgögnum  og í eldhúsi er borðbúnaður fyrir allt að átta manns. Í íbúðinni er gistiaðstaða fyrir fjóra og sængurfatnaður og handklæði fylgja. Nánari upplýsingar  hjá Öldu Pálsdóttur í síma 5601719 eða með því að senda tölvupóst á morkin@morkin.is