Guðsþjónustur

Guðsþjónustur

Guðsþjónustur eru í hátíðasal Grundar á 3. hæð í austurhúsi tvisvar í mánuði og á hátíðsdögum. Heimilisprestur á Grund er sr. Auður Inga Einarsdóttir. Skrifstofa hennar er á fjórðu hæð í austurhúsi. Organisti Grundar er Kristín Waage.  Reglulega sjá prestar úr Félagi fyrrum þjónandi presta um að messa.  Þessi háttur hefur verið hafður á í tugi ára. Fyrsti heimilisprestur heimilisins var sr. Sigurbjörn Á. Gíslason en hann var vígður til heimilisins 23 ágúst árið 1942 þá 66 ára gamall.  Meðal presta sem síðan hafa starfað á Grund eru sr. Lárus Halldórsson, sr. Sveinbjörn Bjarnason, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og sr. Hjálmar Jónsson.