Handverk

Handverk

Iðjuþjálfun sem er á 4. hæð í austurhúsinu er með handavinn í vinnustofu virka daga frá kl. 13:00 - 15:30. Þar er boðið upp á alls kyns verkefni eftir smekk og áhugasviðum fólks.

Um þessar mundir eru sumir að flétta tágakörfur, aðrir í kertagerð, skartgripagerð eða að mála, prjóna eða sauma. Eins getur fólk komið með sínar eigin hugmyndir og fengið þær útfærðar.

Það er mikilvægt fyrir heimilisfólkið að geta komið handavinnu sinni í sölu og alla virka daga frá 13.-15. getur fólk komið og keypt handverk heimilisfólks og einnig er eitthvað selt af handverki í verslun Grundar.. Við hvetjum  aðstandendur og velunnara heimilisins til að líta við hjá okkur.