Hársnyrting

Hársnyrting

Kolbrún Sandra Guðmundsdóttir er hársnyrtir á Grund. Hársnyrtistofan er til húsa á Litlu Grund.. Heimiliskonum stendur til boða  að fara í permanent eftir þörfum, lagningu vikulega og svo í hárlitun og í klippingu. Heimilismönnum býðst að koma í klippingu. Hliðrað er til fyrir heimilisfólki þegar afmæli eða stórviðburðir í lífi fólksins standa fyrir dyrum. Heimilisfólk greiðir sjálft fyrir þjónustu hársnyrtis.