Heimilismannaráð

Heimilismannaráð

Heimilismannaráð Grundar hittist reglulega. Þar koma saman tíu til tólf heimilismenn og skeggræða ýmsa hluti sem snúa að lífinu á Grund. Stundum er það maturinn sem tekinn er fyrir en öðru sinni kannski afþreying eða óskir um eitthvað sem heimilismenn vilja að selt sé í versluninni. Fundarritari skilar fundargerð og starfsmenn rýna í hana og finna svör sem síðan eru lesin upp á næsta fundi heimilismanna. Frábær vettvangur fyrir heimilismenn til að koma skoðunum sínum á framfæri.