Hjúkrun

Hjúkrun

Hjúkrunarforstjóri ber faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu í samvinnu við deildarstjóra deilda og húsvaktar. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðstoðarfólk starfa við hjúkrun og umönnun á Grund allan sólarhringinn með vellíðan og öryggi heimilismanna að leiðarljósi. Áhersla er lögð á að líkna og hjúkra heimilismönnum í notalegu og heimilislegu umhverfi sem þeir þekkja og treysta. Umhyggja fyrir einstaklingnum og hjálp til sjálfshjálpar er ávallt til grundvallar og áhersla lögð á samvinnu við aðstandendur. Með það fyrir augum eru haldnir fjölskyldufundir við komu íbúa á heimilið og eftir þörfum. Áhersla er lögð á góð samskipti. Hjúkrunarforstjóri er Sigrún Faulk.