Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun

Þegar einstaklingur veikist eða eldist er algengt að röskun verði á daglegri iðju hans. Skert sjálfsbjargargeta getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd og dregið úr frumkvæði. Iðjuþjálfar leitast við að virkja einstaklinga þannig að þeir geti öðlast lífsfyllingu þrátt fyrir sjúkdóma, öldrun eða fötlun. Á Grund er lögð áhersla á að aldraðir fái tækifæri til að virka og viðhalda athafnaorku sinni með þeirri tómstundaiðju sem þeir hafa áhuga á. Iðjuþjálfun er til húsa á 4 hæð Grundar austurgangi en þar sjá iðjuþjálfarar um skipulagningu á afþreyingu og útvegun hjálpartækja. Boðið er upp á ýmiskonar vinnu í höndum, útsaum, prjónaskap, kertagerð, ullarþæfingu, skartgripagerð, málun og ýmislegt fleira. Einnig er á boðstólum árstíðabundin iðjuþjálfun, jólabakstur, laufabrauðsgerð og svo framvegis. Á þriðjudögum og fimmtudögum er hægt að koma í heitt vax með hendurnar og fá heita bakstra á axlir eða hné. Vinnustofa iðjuþjálfunar er opin frá 13-16 en á morgnana er ýmiskonar hópastarf á boðstólum hjá iðjuþjálfun á austurgangi 4. hæð. Hópastarfið er öllum  opið.  Yfiriðjuþjálfi Grundar er Katla Kristvinsdóttir.