Íþróttir

Íþróttir

Elena Skorobogatova er  íþróttafræðingur Grundar. Hún býður upp á fjölbreytta dagskrá alla virka daga. Á mánudags- og miðvikudagsmorgnum er boðið upp á morgunleikfimi í sólstofu. Þá eru æfingar í tækjasal og boccia er vinsæll boltaleikur sem fer fram innanhúss og er spilaður allt árið. Púttvöllur er á lóðinni og er hann mikið notaður á sumrin. Sund og æfingar í vatni eru reglulega í boði og er einstaklega gott fyrir þá sem þjást af gigt og öðrum stoðkerfisverkjum. Einnig er boðið upp á gönguferðir bæði innanhúss og utanhúss eftir veðri og vindum.