Læknisþjónusta

Læknisþjónusta

Á Grund starfa læknarnir Grethe Have og  Helga Hansdóttir sem er yfirlæknir Grundar.  Læknarnir hafa  sínar ákveðnu deildir innan heimilisins þannig að hver heimilismaður hefur sinn lækni. Læknir kemur á heimilið alla daga ársins og síðan eru læknar á bakvöktum, Jóhanna Jónasdóttir heimilislæknir og Tryggvi Þ. Egilsson öldrunarlæknir. Aðrir sérfræðilæknar koma á heimilið eftir þörfum. Þurfi aðra sérfræðiþjónustu fá heimilismenn hana á stofum eða göngudeildum úti í bæ eftir tilvísun lækna á Grund. Fjölskyldufundir eru haldnir fyrst 6-8 vikum eftir komu á heimilið og síðan eftir þörfum og óskum.