Læknisþjónusta

Læknisþjónusta

Á Grund starfa fjórir læknar í föstum stöðum, Grethe Have, Helga Hansdóttir og Stefán Finnson. Helga Hansdóttir er yfirlæknir Grundar.  Læknarnir hafa  sínar ákveðnu deildir innan heimilisins þannig að hver heimilismaður hefur sinn lækni. Læknir kemur heimilið alla daga ársins og læknar heimilisins gegna einnig bakvöktum. Aðrir sérfræðilæknar koma á heimilið eftir þörfum.Þurfi aðra  sérfræðiþjónustu fá heimilismenn hana á stofum eða göngudeildum úti í bæ eftir tilvísun lækna á Grund. Fjölskyldufundir eru haldnir fyrst 6-8 vikum eftir komu á heimilið og síðan eftir þörfum og óskum.