Lífssagan

Lífssagan

Þegar heimilisfólk flytur á Grund  biðjum við aðstandendur að fylla út með heimiismanni spurningalista sem við köllum lífssögu. Spurt er um ýmislegt sem hjálpar starfsfólki að kynnast þeim einstaklingi sem er að flytja á heimilið. Við hvað starfaði heimilismaðurinn áður, á hann mörg börn, hvaða áhugamál hefur hann og svo framvegis. Með þessu móti getum við líka betur komið til móts við langanir og þarfir heimilismannsins og jafnvel uppfyllt litla hluti sem auðvelt er fyrir okkur að gera en skipta heimilismanninn kannski máli.  Starfsfólk getur aðstoðað eftir þörfum við útfyllingu blaðanna.