Matur

Matur

Matur heimilisfólks er eldaður á Grund og matseðlar eru skipulagðir með manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar í huga. Reynt er ennfremur að halda í gamlar hefðir og bjóða upp á þjóðlegan mat sem roskið fólk kann að meta en jafnframt fjölbreytta fæðu. Þá starfar bakari á heimilinu sem sér um að baka með kaffinu. Matseðill Grundar er endurskoðaður reglulega. Yfirmatreiðslumaður Grundar er Jóhann Sveinsson.