Morgunstund

Morgunstund

Áralöng hefð er fyrir því að vera með morgunstund á Grund. Alla virka morgna er í hátíðasal heimilisins boðið upp á samveru. Þar er lesið úr blöðum dagsins, sungið, lesin framhaldssaga, dansað og tekið á móti góðum gestum. Stjórnandi morgunstundar er sr. Pétur Þorsteinsson.