Sjálfboðaliðar

Sjálfboðaliðar

Grund metur mikils það starf sem sjálfboðaliðar inna af hendi á heimilinu. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum koma vikulega með bókavagn og ganga um húsið, á virkum dögum koma fyrirlesarar, rithöfundar, dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar í morgunstund og gefa vinnu sína þar. Það er einnig frábært þegar sjálfboðaliðar hafa samband og vilja spila við heimilismenn, baka, spjalla og lesa upphátt. Við bendum öllum þeim sem vilja koma sem sjálfboðaliðar á heimilið að hafa samband við Auði Ingu Einarsdóttur sem heldur utan um starf sjálfboðaliða. Netfangið hennar er audur@grund.is og síminn 530-6100.