Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Heimilisfólki Grundar stendur til boða sjúkraþjálfun þegar þess gerist þörf. Á endurhæfingardeildinni í vesturálmunni er m.a. góður tækjasalur og sundlaug. Markmið sjúkraþjálfunar er að efla færni heimilismanna við hreyfingar daglegs lífs og bæta líðan. Aðferðirnar eru mismunandi og ráðast af greiningu á hreyfigetu hvers og eins, sjúkdómum og orsökum hreyfihindrana. Markviss þjálfun og hreyfing eykur lífsgæði manna. Með aukinni líkamsfærni eykst sjálfstæði og sjáfræði einstaklingsins. Einstaklingsmiðuð meðferð og ráðgjöf er ákveðin af  sjúkraþjálfara í samvinnu við lækni og deildarstjóra. Meðferð í sjúkraþjálfun getur verið þjálfun til að efla hreyfifærni, verkjameðferð, endurhæfing eftir sjúkdóma og brot, útvegun hjálpartækja og fræðsla um skófatnað, húsbúnað og svo framvegis.

Sjúkraþjálfarar bjóða einnig upp á hópþjálfun. Sjúkraþjálfarar halda reglulega námskeið varðandi starfsstellingar og vinnuvernd fyrir starfsfólk. Sjúkraþjálfarar Grundar eru Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, Helga Vilhjálmsdóttir og Valgerður Tryggvadóttir.