Útgáfa

Útgáfa

Annan hvern mánuð er gefið út rafrænt fréttabréf á Grund sem sent er til aðstandenda heimilisfólks til að þeir geti fylgst með því starfi sem er í gangi hverju sinni á heimilinu. Þá kemur tímaritið Heimilispósturinn út á þriggja mánaða fresti. Þar eru viðtöl við heimilisfólk, birtar myndir úr starfi heimilisins og fréttir. Vefsíða Grundar er uppfærð reglulega og þar getur fólk nálgast fréttabréfið, Heimilispóstinn og fengið upplýsingar um starfið á Grund. Einnig er Grund á facebook.  Ritstjóri Heimilispósts, fréttabréfsins, síðunnar á facebook  og vefsíðunnar er Guðbjörg R. Guðmundsdóttir samskiptafulltrúi Grundar. Hönnun, vefstjórn og umbrot annast Kjartan Örn Júlíusson. Hægt er að koma ábendingum um efni og koma með fyrirspurnir í síma 5306181. Netfangið er gudbjorg@grund.is .