Viðburðir

Tónlist í morgunstund

06.03.2020 -

Þriðjudaginn 31. mars klukkan 10:30 verður Tryggvi Gígjuson tónlistamaður gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að flytja nokkur lög fyrir heimilisfóllk.


Guðsþjónusta í hátíðasal

05.03.2020 -

Guðsþjónusta klukkan 14:00 sunnudaginn 29. mars í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir.


Harmonikkuball í hátíðasal

05.03.2020 -

Fimmtudaginn 26. mars klukkan 13:30 verður harmokinnuball í hátíðasal Grundar og mun hið frábæra Grundarband leika fyrir dansi. Fjölmennum og skemmtum okkur saman við að búa til góðar minningar. Allir hjartanlega velkomnir.


Súkkulaði eða lakkríslitaðir íslendingar

05.03.2020 -

Fimmtudaginn 26. mars klukkan 10:30 verða Jónmundur Grétarsson og Davíð Þór Katrínarson gestir okkar í morgunstund. En þeir félagarnir ætla að spjalla við heimilisfólk um fordóma og upplifanir litaðra ísledinga.


Heimstónlist í morgunstund

05.03.2020 -

Miðvikudaginn 25. mars klukkan 10:30 verður Cheick Bangoura tónlistamaður gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að kynna fyrir heimilisfólki þjóðlega tónlist frá ýmsum áttum.


Tónlist í morgunstund

05.03.2020 -

Þriðjudaginn 24. mars klukkan 10:30 verður Ásta Kristín Pétursdóttir tónlistakona gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að flytja nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Tónleikar í hátíðasal

28.02.2020 -

Föstudaginn 20. mars klukkan 14:00 verður Gerðubergskórinn með tónleika í hátíðasal Grundar. Kórinn skipa um það bil 30 manns, en kórstjóri og undirleikari er Kári Friðriksson.


Er mannakjöt meyrt? Tröllasögur í morgunstund

28.02.2020 -

Miðvikudaginn 18. mars klukkan 10:30 verður Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að segja frá afhverju tröllskessum þótti mannakjöt gott.


Tónlist í morgunstund

28.02.2020 -

Þriðjudaginn 17. mars klukkan 10:30 verður tónlistarmaðurinn Bergþór Smári gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að flytja nokkur lög.


Gestur í morgunstund

28.02.2020 -

Fimmtudaginn 12. mars klukkan 10:30 verður Emma Heiðarsdóttir myndlistakona gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að segja frá sér og verkum sínum. Þess má til gamans geta að Hildigunnur er tilnefrnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020.