Viðburðir

Hátíðarguðsþjónusta Nýársdag klukkan 14:00

01.01.2019 -

Hátíðarguðsþjónusta Nýársdag klukkan 14:00 í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Auður Ingar Einarsdóttir heimilisprestur. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir.


Hátíðarguðsþjónusta Gamlársdag klukkan 14:00

31.12.2018 -

Hátíðarguðsþjónusta í umsjón Fríkirkjunar í Reykjavík klukkan 14:00 í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur. Sönghópur Fríkirkjunar syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar söngstjóra.


Veraldarvinir í morgunstund

27.12.2018 -

Fimmtudaginn 27. desember klukkan 10:30 fáum við heimsókn frá Veraldarvinum í morgunstund. Veraldarvinir er hópur sem samanstendur af sjálfboðaliðum víðsvegar úr heiminum og ætla þau að syngja nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Jólatónleikar Annan í Jólum

26.12.2018 -

Sú hefð hefur skapast að Stofukórinn haldi tónleika í hátíðasal Grundar Annan í jólum og er í ár engin undantekning. Kórinn syngur jólalög undir stjórn Sigurjóns Geirssonar kórstjóra og hefjast tónleikarnir klukkan 14:00.


Hátíðarguðsþjónusta Jóladag klukkan 14:00

25.12.2018 -

Hátíðarguðsþjónusta Jóladag klukkan 14:00 í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Jökull Sindri Gunnarsson syngur einsöng. Grundarkórinn leiðir samsöng undir stjórn Kristínar Waage organista.


Hátíðarguðsþjónusta Aðfangadag klukkan 16:00

24.12.2018 -

Aftansöngur með hátíðatóni séra Bjarna klukkan 16:00 í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Auður Ingar Einarsdóttir. Forsöngvari er Þóra Björnsdóttir. Félagar úr Barbörukórnum í Hafnarfirði leiða söng ásamt félögum úr Grundarkórnum undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir.


Jólaball í hátíðasal

20.12.2018 -

Fimmtudaginn 20. desember klukkan 13:30 verður jólaball í hátíðasal Grundar. Grundarbandið leikur fyrir dansi og gengið verður í kringum jólatréð. Allir hjartanlega velkomnir.


Jólabingó vinnustofunar

18.12.2018 -

Þriðjudaginn 11. desember klukkan 13:15 verður Jólabingó vinnustofunar haldið í hátíðasal Grundar. Að venju eru veglegir vinningar og kaffi eftir spil.


Tónleikar í morgunstund

17.12.2018 -

Mánudaginn 17. desember klukkan 10:30 verða nemendur frá Tónskólanum DoReMi með tónleika í morgunstund.


Guðsþjónusta í hátíðasal

16.12.2018 -

Guðsþjónusta sunnudaginn 16. desember í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14:0 í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Gunnar Kristjánsson. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir.