Viðburðir

Drengjakór Þorfinnsbræðra

26.04.2018 -

Fimmtudaginn 26. apríl klukkan 18:30 verður Drengjakór Þorfinnsbræðra með tónleika í hátíðasal Grundar. Kórinn skipar föngulegur hópur Oddfellow bræðra og ætla þeir að syngja nokkur vel valin lög fyrir heimilisfólk.


Píanóleikur í morgunstund

24.04.2018 -

Þriðjudaginn 24. apríl klukkan 10:30 verður Aneva Bakraqi píanóleikari gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að spila nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Guðsþjónusta í hátíðarsal

22.04.2018 -

Guðsþjónusta umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14:00 í hátíðasal Grundar. Séra Sigfinnur Þorleifsson þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir.


Karlakórinn Fóstbræður

21.04.2018 -

Laugardaginn 21. apríl klukkan 17:45 munu prúðbúnir herramenn úr Karlakór Fóstbræðra vera með tónleika fyrir heimilisfólk Grundar í hátíðasal. Sú hefð hefur skapast að kórinn komi og syngi á Grund að loknum vortónleikum sínum og erum við þeim svo sannarlega þakklát fyrir það. Söngstjóri er Árni Harðarson og leikur hann einnig á píanó.


Bingó vinnustofunar

17.04.2018 -

Þriðjudaginn 17. apríl klukkan 13:15 verður bingó vinnustofunar haldið í hátíðasal Grundar. Veglegir vinningar að venju og dýrindis kaffiveitingar í boði eftir spil.


Brynhildur Oddsdóttir gítarleikari spilar í morgunstund

17.04.2018 -

Þriðjudaginn 17. apríl klukkan 10:30 verður Brynhildur Oddsdóttir gítarleikari gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að spila nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Peysufatadagur Kvennaskólans

13.04.2018 -

Árlegur peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík verður föstudaginn 13. apríl. Sú hefð hefur skapast að prúðbúnir nemendur skólans að koma við hér hjá okkur á Grund á för sinni um bæinn, syngja nokkur lög og dansa fyrir heimilisfólk. Áætlað er að þau verið á Grund um klukkan 12:20


Harmonikkuball í hátíðasal

12.04.2018 -

Fimmtudaginn 12. apríl verður haldið harmonikkuball í hátíðasal Grundar. Að venju leikur Grundarbandið fyrir dansi og hefst ballið klukkan 13:30.


Pétur Örn Guðmundsson skemmtir í morgunstund

12.04.2018 -

Fimmtudaginn 12. apríl klukkan 10:30 verður tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að spila og syngja nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Brynhildur Bjarnadóttir gestur í morgunstund

11.04.2018 -

Miðvikudaginn 11. apríl klukkan 10:30 verður Brynhildur Bjarnadóttir blaðakona gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að spjalla við heimilisfólk.