Viðburðir

Duldir tónlistarhæfileikar

24.10.2019 -

Fimmtudaginn 24. október klukkan 10:30 verður Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að deila með heimilisfólki duldum tónlistarhæfileikum sínum.


Tónlist í morgunstund

23.10.2019 -

Miðvikudaginn 23. október klukkan 10:30 verður Guðmundur Óli Scheving tónlistarmaður gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að flytja nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Ljósmyndasýning í morgunstund

22.10.2019 -

Þriðjudaginn 22. október klukkan 10:30 verður Sigríður Rut Marrow ljósmyndari gestur okkar í morgunstund. Sigríður Rut ætlar að sýna ljósmyndir frá sýningu sinni Kaupmaðurinn á horninu og ætlar hún að spjalla við heimilisfólk um kaupmennina, en þeim fer því miður ört fækkandi.


Guðsþjónusta í hátíðasal

20.10.2019 -

Guðsþjónusta sunnudaginn 20. október í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14:00 í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur organista. Allir hjartanlega velkomnir.


Hvernig er hin góða mamma?

17.10.2019 -

Fimmtudaginn 17. október klukkan 10:30 verður Sunna Kristín Símonardóttir doktor í félagsvísindum gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að fara með orðræðu um móðurhlutverkið.


Söngur í morgunstund

16.10.2019 -

Miðvikudaginn 16. október klukkan 10:30 verður Ingibjörg Elsa Turchi söngkona gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að syngja nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Bingó í hátíðasal

15.10.2019 -

Þriðjudaginn 15. október klukkan 13:15 verður bingó vinnustofunar spilað í hátíðasal. Að venju eru spennandi vinningar í boði og dýrindis kaffi samsæti eftir spil. Aðstandendur eru sérstaklega hvattir til að koma og vera sínum aðstandendum innan handar og aðstoða það við spilið.


Tónlist í morgunstund

15.10.2019 -

Þriðjudaginn 15. október klukkan 10:30 verður Hallgrímur Oddsson tónlistarmaður gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að flytja nokkur lög fyrir heimilisfólk.


Harmonikkuball í hátíðasal

10.10.2019 -

Fimmtudaginn 10. október klukkan 13:30 leikur Grundarbandið fyrir dansi í hátíðasal. Allir hjartanlega velkomnir og eru aðstandendur sérstaklega velkomnir að stíga dans með sínu fólki og skapa um leið ómetanlegar minningar.


Tónlist í morgunstund

10.10.2019 -

Fimmtudaginn 10. október klukkan 10:30 verður Gísli Gunnar Didriksen tónlistarmaður gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að skemmta heimilisfólki.