Viðburðir

Andleg heilsa og líðan

30.04.2019 -

Þriðjudaginn 30. apríl klukkan 10:30 verður Helga Arnardóttir sálfræðingur gestur okkar í morgunstund. Helga ætlar að spjalla við heimilisfólk um andlega heilsu og líðan og mikilvægi núvitundar.


Tónlist og spjall í morgunstund

24.04.2019 -

Miðvikudaginn 24. apríl klukkan 10:30 verður Eggert Jóhannsson feldskeri gestur okkar í morgunstund. Eggert rak um margra ára skeið verslun með vörur úr feldi og ætlar hann að segja frá störfum sínum ásamt því að grípa í gítar og flytja nokkur lög.


Gítarleikur í morgunstund

23.04.2019 -

Þriðjudaginn 23. apríl klukkan 10:30 verður Gunnar Hilmarsson gítarleikari gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að flytja nokkur lög.


Hátíðarguðsþjónusta Páskadag

21.04.2019 -

Hátíðarguðrþjónusta Páskadag, sunnudaginn 21. apríl klukkan 14:00 í hátíðasal. Prestur er sr. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.


Messa með altarisgöngu

18.04.2019 -

Skírdag, fimmtudaginn 18. apríl klukkan 14:00 verður messa með altarisgöngu í hátíðasal Grundar. Sr. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar fyrir altari. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir.


Páskabingó í hátíðasal

16.04.2019 -

Þriðjudaginn 16. apríl klukkan 13:15 verður páskabingó vinnustofunar haldið í hátíðasal. Að þessu sinni verða vinningar með páskalegu ívafi.


Harmonikkuball í hátíðasal

11.04.2019 -

Fimmtudaginn 11. apríl klukkan 13:30 leikur Grundarbandið fyrir dansi í hátíðasal. Allir hjartanlega velkomnir.


Gítartónar í morgunstund

11.04.2019 -

Fimmtudaginn 11. apríl klukkan 10:30 verður Brynhildur Oddsdóttir gítarleikari gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að spila nokkur lög.


Gestur í morgunstund

10.04.2019 -

Miðvikudaginn 10. apríl klukkan 10:30 verður Oddný Steina Valsdóttir fyrrum formaður Félags sauðfjárbænda gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að spjalla við heimilisfólk um störf sín.


Tónlist í morgunstund

09.04.2019 -

Þriðjudaginn 9. apríl klukkan 10:30 verður Jakob Hraunfjörð tónlistarmaður gestur okkar í morgunstund. Jakob starfar einnig við umönnun á A-3, en nú ætlar hann að taka lagið fyrir gesti morgunstundar.