Viðburðir

Tónlist í morgunstund

28.02.2018 -

Miðvikudaginn 28. febrúar verða þær Birgit Djupedal og Sofie Newer tónlistarkonur gestir okkar í morgunstund og ætla þær að skemmta heimilisfólki.


Hvað er að vera góður borgari?

27.02.2018 -

Þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 10:30 verður Ragný Þóra Guðjonsen gestur okkar í morgunstund og spjalla við heimilisfólk um hvaða kostum maður þarf að vera gæddur til þess að kallast góður borgari.


Skáld mánaðarins

22.02.2018 -

Fimmtudaginn 22. febrúar verður Hallgrímur Helgason rithöfundur gestur okkar í morgunstund og mun hann lesa úr verkum sínum fyrir heimilisfólk.


Töfrar í morgunstund

21.02.2018 -

Miðvikudaginn 21. febrúar verður Jón Víðis töframaður gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að sprella og skemmta heimilisfólki.


Góu bingó í hátíðasal

20.02.2018 -

Góu bingó vinnustofunar verður haldið þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 13:15 í hátíðasal Grundar.


Gestur í morgunstund

20.02.2018 -

Þriðjudaginn 20. febrúar verður Þorsteinn Eggertsson textahöfundur gestur okkar í morgunstund og ætlar hann að segja heimilisfólki frá textum sínum.


Guðsþjónusta í hátíðarsal

18.02.2018 -

Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta í hátíðasal Grundar klukkan 14:00. Séra Sigrún Óskarsdóttir þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir.


Skemmtun í morgunstund

15.02.2018 -

Fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 10:30 verður fjöllistakonan Ásta Þórisdóttir gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að skemmta heimilisfólki.


Hattaball í hátíðasal

14.02.2018 -

Sú hefð hefur skapast á Öskudaginn að haldið sé hattaball í hátíðasal Grundar og skapast mikil stemmning fyrir því. Heimilisfólk skartar ýmiskonar höfuðfötum sem það ýmist á sjálft eða fær lánað hjá starfsfólki iðjuþjálfunar sem á orðið ansi skemmtilega safn hatta og höfuðfata. Grundarbandið leikur fyrir dansi og eru allir hjartanlega velkomnir.


Kýlum á kærleikan

14.02.2018 -

Miðvikudaginn 14. febrúar klukkan 10:30 verður Ellý Ármannsdóttir fyrrum sjónvarpsþula gestur okkar í morgunstund og ætlar hún að spjalla við heimilisfólk um kærleikan.