Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

25.03.2025  |  Heimilispósturinn

Heimilispósturinn - desember 2024

25.03.2025  |  Ás

Góð byrjun á degi

Hnoðri, sem býr í Bæjarási, veit að það er hlýtt og notalegt að kúra á teppinu hjá henni Sóleyju og líklega elskar hún líka að hafa kisu hjá sér. Ljúft að byrja daginn svona
25.03.2025  |  Grund

Kisa unir sér vel á Grund

Það þarf ekki mikið til að laða fram bros á varir heimilisfólks á Litlu og Minni Grund. Tófú er heimilisvinur og honum finnst ekki leiðinlegt að leika sér með afgangsgarn. Hann lifir líka eins og blóm í eggi þegar hann kemur á Grund, fær næga athygli og strokur ef hann vill og jafnvel eitthvað að lepja.
25.03.2025  |  Grund

Skipt um nærri 300 glugga

Þeir sem búa á Grund og þeir sem eiga leið framhjá þessari fallegu byggingu við Hringbraut hafa tekið eftir að síðustu ár hafa staðið yfir gluggaskipti á heimilinu. Hátt í þrjú hundruð gluggar eru á byggingunni og nú fer að síga á seinni hlutann með þessar framkvæmdir. Vonandi verður búið að skipta um alla gluggana á árinu.
18.03.2025  |  Til aðstandenda - Ás, Til aðstandenda - Grund, Til aðstandenda - Mörk, Grund, Ás, Mörk

Eden könnun á leið til aðstandenda

Kæru aðstandendur Á næstunni mun berast til ykkar vefslóð á könnun sem við biðjum ykkur um að svara með ykkar heimilismanni. Könnunin byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra starf á heimilunum. Það er mikilvægt að heyra hvað við erum að gera vel en ekki síðu hvar við getum bætt okkur. Því vonumst við til að þú getir gefið þér tíma tilað svara könnuninni með heimilismanni. Eftir nokkrar vikur mun svipuð könnun berast en hún er fyrir aðstandendur einvörðungu og þegar hún berst þá biðjum við ykkur um að svara henni líka.
13.03.2025  |  Ás

Slökun í Bæjarási

Notalegur morgun í Bæjarási þegar Fanney iðjuþjálfi heimsótti heimilisfólkið þar og bauð upp á slökun. Heitir bakstrar á axlir og hlýjir ullarvettlingar á hendur. Ljúf rödd sem leiddi heimilisfólkið smám saman í kyrrð og ró
Grundarheimilin

Kynningarmyndband