18.03.2025 | Til aðstandenda - Ás, Til aðstandenda - Grund, Til aðstandenda - Mörk, Grund, Ás, Mörk
Kæru aðstandendur
Á næstunni mun berast til ykkar vefslóð á könnun sem við biðjum ykkur um að svara með ykkar heimilismanni.
Könnunin byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra starf á heimilunum. Það er mikilvægt að heyra hvað við erum að gera vel en ekki síðu hvar við getum bætt okkur.
Því vonumst við til að þú getir gefið þér tíma tilað svara könnuninni með heimilismanni.
Eftir nokkrar vikur mun svipuð könnun berast en hún er fyrir aðstandendur einvörðungu og þegar hún berst þá biðjum við ykkur um að svara henni líka.