58-62 (vesturhús)

Innviðir íbúðanna

HTH eikarinnréttingar eru í anddyri, svefnherbergi, baðherbergi og eldhúsi. Fataskápar eru í svefnherbergjum og í anddyri eru skápur og fatahengi. Í stærri íbúðunum er eldunareyja. Í innréttingu eru heimilistæki frá AEG, þ.e. helluborð, vifta og ofn.

Stærri íbúðirnar á Suðurlandsbraut 60 eru með sérstakt þvottaherbergi en í öðrum íbúðum er gert ráð fyrir að hægt sé að tengja þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Geymslur eru innréttaðar með hillum.

Baðinnrétting er með hilluskáp, salerni, vaskborði, sturtu og blöndunartækjum frá Tengi en sturtan er innfelld í gólf. Stærri íbúðum fylgir einnig setlaug. Gólf er flísalagt og með hita. Anddyri og þvottaherbergi eru einnig flísalögð með flísum frá Álfaborg. Gólfflísarnar eru steingráar náttúruflísar (30x30 cm.) og á veggjum eru hvítar mattar flísar (10x30 cm.). Að öðru leyti eru íbúðirnar parketlagðar með eikarparketi frá Parka. Íbúðirnar, sem eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja, eru sérlega rúmgóðar og lofthæð þeirra er 2.70 metrar, sem er meira en almennt gerist í nýbyggingum.