Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

18.03.2024  |  Grund

Stundum er blaðra allt sem þarf

Stundum er litrík blaðra bara allt sem þarf til að lífið skipti um lit.
15.03.2024  |  Grund, Ás, Mörk

Viltu útbúa lífssögu fyrir þinn aðstandanda?

Miðvikudaginn 20. mars klukkan 17:00 bjóðum við aðstandendum heimilisfólks á Grund, Mörk og í Ási að koma í matsal Markar á 1. hæð og fræðast um lífssöguna og mikilvægi hennar. Við bjóðum aðstandendum að gera lífssögu síns aðstandanda á veggspjald og útvegum það sem til þarf nema koma þarf með útprentaðar ljósmyndir af heimilismanni frá mismunandi aldursskeiðum.
14.03.2024  |  Mörkin

Inni púttmót 60+

Í febrúar var mikil stemning í húsinu þegar fyrsta inni púttmótið fór fram. Júlíus G. Rafnsson fyrrum forseti Golfsambands Íslands vígði pútt aðstöðuna, veitti íbúum 60+ pútt ráðleggingar og hélt utan um mótið. Teknar voru 9 holur og í framhaldi af því fóru keppendur í Kaffi Mörk og fengu sér hressingu. Verðlaunaafhending fór fram í Kaffi Mörk og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í karla og kvenna flokki.
01.03.2024  |  Grund, Ás, Mörk

Á fjórða tug starfsmanna á Eden námskeiði

Í vikunni lauk öðru Eden námskeiði vetrarins. Á fjórða tug starfsfólks Grundarheimilanna þriggja daga námskeið.
01.03.2024  |  Grund

Formleg opnun myndlistarsýningar Sheenu Gunnarsson

Það var hátíðleg stund í gær þegar myndlistarsýning heimiliskonunnar og listakonunnar Sheenu Gunnarsson var formlega opnuð á aðalgangi Grundar 1. hæð.
29.02.2024  |  Grund

Leikskólabörn í heimsókn

Það hefur skapast hefð fyrir því að börn frá Vesturborg komi í heimsókn á Grund.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband