Forsíða


Kæru aðstandendur

Veðrið og veiran láta vita ef sér en lífið heldur áfram á Grund og við erum í óðaönn að skreyta og hengja upp jólaljósin og næsta sunnudag, þann fyrsta í aðventu verður kveikt á ljósunum okkar „Gleðileg Jól“ sem hafa prýtt Grund í meira en hálfa öld. Við vorum orðin vongóð um að hægt yrði að létta á heimsóknartakmörkunum nú á aðventunni en í ljósi frétta dagsins þorum við ekki annað en að bíða og sjá. Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur samráð við embætti Sóttvarnarlæknis varðandi þessar takmarkanir og við gefum okkur nokkra daga til viðbótar áður en við ákveðum breytingar. Vonandi fer þetta nú fljótlega í betri farveg, við vitum að þetta er erfitt fyrir alla. Í dag eru reglurnar þær að einn má koma í heimsókn, tvisvar í viku. Hann þarf að hringja á undan sér, heyra í deildarstjóra og bóka heimsókn. Það er möguleiki á því, í samráði við deildarstjóra, að skipta út heimsóknaraðila milli vikna og allar undanþágur fara sem fyrr í gegnum deildarstjóra. Við hvetjum heimsóknargesti til þess að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum í sínu einkalífi og vera með grímu þegar þeir koma í heimsóknina og eins að spritta hendur við komu. Við hvetjum ykkur líka til þess að vera dugleg að hringja í ykkar ástvini og nýta spjaldtölvurnar sem okkur voru gefnar, starfsfólk er sem fyrr tilbúið að aðstoða með það. Endilega fylgið okkur á heimasíðunni okkar en það er ný og endurbætt síða að faraí loftið núna í desember og eins á fésbókinni😊 Með ósk um góða helgi. Mússa ... lesa meira


Bjartara framundan

Fréttar undanfarna daga vekja bjartsýni í brjósti. Svo virðist sem að bóluefni við Covid – 19 sé innan seilingar. Þegar það verður endanlega staðfest og hafist verður handa við bólusetningu þeirra sem eru í áhættuhópum, má segja að lokaorustan við þessi leiðindaveiru sé loks hafin. Og allar lýkur á því að okkur takist að sigra hana. ... lesa meira


Hafa unnið hjá okkur í 895 ár

Um mánaðarmótin október – nóvember ár hvert hafa Grundarheimilin þrjú boðið starfsmönnum sínum til kvöldverðar (áður fyrr kvöldkaffis). Þetta hefur verið í tengslum við foreldrakaffi á Grund og afmælisdag Grundar sem er 29. október. Hafa þessar kvöldstundir verið vel heppnaðar að mínu mati og góður vettvangur til að hitta starfsfólkið utan hefðbundins vinnutíma og njóta góðra veitinga saman. Á þessum kvöldum hef ég verið þeirrar ánægju aðnjótandi að veita fjölmörgum starfsmönnum Grundarheimilanna starfsaldursviðurkenningu. Lítið umslag þar sem þakkað er fyrir tryggð við Grundarheimilin í starfi 5, 10, 15 ár og svo framvegis... lesa meira

Hafa samband