Forsíða


90 ára vígsluafmæli Grundar í dag

News-image for 90 ára vígsluafmæli Grundar í dag

Í dag mánudaginn 28. september eru liðin 90 ár frá því að Grund hjúkrunarheimili var vígt að Hringbraut 50 en Grund er nú elsta hjúkrunarheimili landsins. Það verður auðvitað flaggað og boðið í huggulegt kaffisamsæti á hverri deild. Það var sumarið 1927 sem bæjarstjórn Reykjavíkur úthlutaði heimilinu lóð milli Hringbrautar og Brávallagötu og vinna við bygginguna hófst strax. Húsið sem þótti hið glæsilegasta var nefnt Grund, eins og gamla heimilið hét sem var við Kaplaskjólsveg. Fjöldi heimilismanna á þessum tíma var 56 en árið 1934 voru þeir orðnir 115. Á þessum tíma bjó einnig starfsfólk á heimilinu, og hluti hússins var í útleigu. Til marks um hvað húsið þótti glæsilegt eru orð gamallar konu sem gekk um húsið og sagði: En hvar eigum við að vera? Hún varð alveg orðlaus þegar henni var sagt að hún mætti kjósa sér herbergi, þar sem hún stóð. Mörgum þótti húsið óþarflega fínt og of mikið borið í það. Í húsinu voru þá 125 herbergi og frágangurinn talinn eins og á bestu gistihúsum. Húsið kostaði ásamt öllu innanstokks 650 þúsund krónur. Þann 28. september 1930 flutti sr. Bjarni Jónsson vígsluræðu en aðrir ræðumenn voru Guðmundur Björnsson landlæknir, sr. Ólafur Ólafsson og fleiri. Mikið var sungið og síðan voru líka ortar vísur um heimilið.... lesa meiraKæru aðstandendur

Skjótt skipast veður í lofti! Við vorum rétt búin að rýmka heimsóknarreglurnar en nú hefur Sóttvarnarlæknir komið með þau tilmæli að einungis einn heimsóknargestur megi koma dag hvern í heimsókn á hjúkrunarheimili landsins. Eins er ætlast til að fólk virði 2 metra nándarregluna á ný. Þetta tekur gildi nú þegar. Einn aðstandandi má koma í senn á heimsóknartíma milli kl.13-17, tveir aðstandendur mega skiptast á viku í senn Það verður þó að gæta þess vel að viðkomandi geti haldið sem mestri sóttkví heima. Það er mikið í húfi. Með þökk fyrir skilning og þolinmæði og von um góða helgi😊 ​Viðbragðsteymi Grundarheimilanna... lesa meira

Hafa samband