Forsíða
Iceland Airwaves á Grund

Upphafsatriði Iceland Airwaves hátíðarinnar var að venju á Grund í gær, í morgunstund heimilisins sem sr. Pétur Þorsteinsson stýrir. Eftir að Ísleifur Þórhallsson hafði sagt nokkur orð tók forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, við og ræddi um mikilvægi tónlistar í daglegu lífi fólks. Það var svo tónlistarmaðurinn Sóley sem endaði stundina með því að syngja og spila nokkur lög.... lesa meiraHátíðarguðsþjónusta Aðfangadag klukkan 16:00

Aftansöngur með hátíðatóni séra Bjarna klukkan 16:00 í hátíðasal Grundar. Prestur er sr. Auður Ingar Einarsdóttir. Forsöngvari er Þóra Björnsdóttir. Félagar úr Barbörukórnum í Hafnarfirði leiða söng ásamt félögum úr Grundarkórnum undir stjórn Kristínar Waage organista. Allir hjartanlega velkomnir....

Veraldarvinir í morgunstund

Fimmtudaginn 27. desember klukkan 10:30 fáum við heimsókn frá Veraldarvinum í morgunstund. Veraldarvinir er hópur sem samanstendur af sjálfboðaliðum víðsvegar úr heiminum og ætla þau að syngja nokkur lög fyrir heimilisfólk. ...

Hafa samband