Jólaundirbúningur 2023

Kæru aðstandendur
Nú er allt á fullu í undirbúningi hjá okkur í Ási fyrir jóla- og áramótahátíðarnar. Að ýmsu er að hyggja við svo vel takist til á svo stóru heimili. Við viljum því senda aðstandendum nokkrar línur fyrir jólin til að hjálpast að við að gera undirbúning sem bestan.
Jólafötin
Gott væri ef þið gætuð aðstoðað við að finna hentug spariföt, best er að eiga til skiptanna. Einnig þarf að gæta þess að nýr fatnaður sé vel merktur.
Ganga úr skugga um að hann sé hreinn og passi vel, hengja upp og merkja t.d. aðfangadagskvöld og gamlárskvöld.
Gestir í mat á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld
Okkur þykir vænt um að geta boðið aðstandendum að taka þátt í hátíðarhöldum hér á Ási. Vegna húsrýmis þurfum við að miða við 1-2 gesti hjá hverjum heimilismanni. Gestum er vinsamlegast bent á að starfsfólk er fyrst og fremst heimilisfólki til aðstoðar og því verða gestir að taka þátt í borðhaldi og frágangi í samvinnu við starfsfólk.
Þeir sem hafa hug á að borða í Ási með heimilisfólki aðfangadagskvöld eða gamlárskvöld eru beðnir um að láta okkur vita með fyrirvara. Þeir sem ætla að bjóða sínu fólki heim um hátíðirnar eru beðnir um að láta okkur vita tímanlega svo að við getum verið vel undirbúin.
Hjólastólabílar
Snævar leigubílstjóri í Hveragerði hefur aðstöðu að flytja fólk í hjólastól. Gott er að hafa samband við hann tímanlega, í síma 895 – 5218. Annars gerum við ráð fyrir að flestir fari með einkabílum.
Hugmyndir af jólagjöfum
Við bendum á að fólk þarf heldur meira af fötum þar sem þvottaþjónustan gengur hægar fyrir sig hér en í heimahúsum. Hlýjir sokkar, náttföt, batterískerti, mjúk og falleg teppi til að breiða yfir sig, falleg rúmteppi, þyngingarteppi, inniskór, sinn eigin bolli eða glas og ýmsar húðvörur eru dæmi um tilvaldar jólagjafir.
Áskriftir af t.d. storytel, myndaalbúm, grjónahitapokar eru einnig dæmi um vinsælar gjafir. Eitthvað gott fyrir sælkerana og jafnvel púrtvín er tilvalin gjöf. Við getum alltaf geymt og aðstoðað með að gefa staup. Bara að muna að merkja vel allar gjafir vel.
Við viljum benda á verslun Áss sem er á neðri hæð hjúkrunarheimilisins. Hún er opin alla virka daga frá kl. 10-14. Þar er hægt að fá fatnað og ýmsar gjafa- og snyrtivörur á góðu verði.
Heitt kaffi verður á könnunni yfir hátíðirnar og bjóðum við alla velkomna.
Gleðilega hátíð