Fréttir

Notalegar stundir í vinnustofu Markar

Það er alltaf líf og fjör í vinnustofunni okkar á fyrstu hæðinni í Mörk.

Söngur fyrir sálina

Við notum hvert tækifæri sem gefst til að syngja saman

Afmælisterta fyrir alla sem búa með Svönu

Oft koma aðstandendur með kaffimeðlæti fyrir þá 10 eða 11 heimilismenn og starfsfólk sem er þar sem viðkomandi býr.

Stólaleikfimi í Bæjarási

Það vakti mikla kátínu þegar Christine (Kölluð Tine), sem er nýji sjúkraþjálfarinn okkar hér í Ási, kom í heimsókn á Bæjarás til að vera með stólaleikfimi.

Lék á heimasmíðaða fiðlu

Sigurður Rúnar Jónsson, eða Diddi fiðla eins og hann er kallaður kom í heimsókn í Ás nýlega og spilaði fyrir heimilisfólk á heimasmíðaða fiðlu. Það var Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur sem hafði samband við Didda og bað hann að athuga hvort hann kynni að spila á gamla tveggja strengja fiðlu eins og til er á Þjóðminjasafninu. Diddi fór að grúska og lesa sér til og læra á hana. Í framhaldinu ákvað hann að smíða sér eins fiðlu. Frábær heimsókn.

Morgunstund á Grund

Í dag, fyrir hádegi, verður að venju boðið upp á morgunstund í hátíðasal Grundar.

Tekið vel á móti heimilisfólki frá Víðihlíð í Grindavík

Grund hefur boðið heimilisfólki frá Víðihlíð í Grindavík að koma á heimilið og í dag hefur starfsfólk verið að undirbúa komu fólksins. Búið er að koma upp rúmum og aðstöðu í vinnustofunni á fjórðu hæð í austurhúsi. Alls hafa um sjö manns þegið að koma á Grund, starfsfólk hefur boðið fram starfskrafta sína á vaktir og það verður tekið vel á móti fólkinu nú um kvöldmatarleytið.

Persónumiðuð þjónusta

Á Grundarheimilunum er stefnan að aðlaga þjónustu að hverjum og einum. Markmiðið er að taka tillit til getu hvers og eins og styðja hann þar sem upp á vantar. Of oft gleymum við okkur og tökum fram fyrir hendur heimilismannsins afþví við erum að flýta okkur. Hraðinn er oft mikill og við gefum okkur ekki tíma. Ég hef áður fjallað um virðingu og að hafa hlutverk sem skiptir miklu máli. Hvernig myndum við vilja hafa hlutina ef við værum í þeirri stöðu að þurfa svona persónulega þjónustu? Leiðarljósið í okkar vinnu er Eden hugmyndafræðin. Tvö heimila okkar hafa í töluverðan tíma starfað eftir þessari hugmyndafræði, Ás og Mörk og fengið viðurkennda vottun þar að lútandi. Á Grund hefur lengi verið starfað í þessum anda og leiðarljósin höfð til hliðsjónar. Nýlega var sú ákvörðun tekin að fá vottun fyrir Grund. Engar stórvægilegar breytingar þarf að gera í starfseminni. Við höldum bara áfram að gera það sem að við höfum verið að gera þar, þ.e. að veita okkar heimilisfólki alúð og umhyggju, með það í huga hvað við sjálf myndum kjósa ef við værum í þessum sporum. Til að uppfylla formkröfur fyrir vottun er nauðsynlegt að stór hluti starfsmanna og stjórnenda fari á sérstök Eden námskeið, en þau verða haldin eftir áramót. Starfsmenn Markar og Áss sem að ekki hafa farið á slík námskeið gefst einnig kostur á að fara á námskeiðin á þeim tíma. Eden námskeiðin eru ekki aðeins fyrir starfsfólk í umönnun heldur eru allir starfsmenn sem að vinna í umhverfi heimilismanna hvattir til að fara á námskeið, hvort sem þeir sinna heimilismönnum beint eða óbeint. Lykillinn að því að geta veitt þessa persónumiðuðu þjónustu er að starfsfólk hafi tök á að kynnast heimilisfólkinu. Oft þegar fólk flytur til okkar hefur það misst færni í að tjá sig og segja frá sjálft hvað skipti þann einstakling máli, hvaðan hann kemur og hvað veitir honum ánægju. Lífssagan kemur þar sterk inn þar sem sagt er í myndum og texta frá þeim einstaklingi sem að býr hjá okkur. Lífssöguna má útfæra á mismunandi máta en á facebook síðum heimilanna má sjá nýlega frétt þar sem nokkrir stjórnenda Grundarheimilanna komu saman og bjuggu til sína lífssögu á mjög stuttum tíma. Þetta var skemmtilegt, að útbúa eigin lífssögu með það í huga að kynna hvað skiptir mann máli. Lífssögurnar voru eins ólíkar og þær voru margar. Ég vil því hvetja alla aðstandendur til að kynna sér lífssöguna en hún getur verið í allskonar formi. Við komum til með að bjóða aðstandendum og heimilisfólki á næstunni upp á samverustundir þar sem hægt verður að gera lífssöguna en einnig er hægt að fá frekari upplýsingar hjá deildarstjórum heimilanna. Persónumiðuð þjónusta, með Eden hugmyndafræðina að leiðarljósi er ákvörðun. Eden hugmyndafræði er ekki trúarbrögð eða bókstafur sem verður í einu og öllu að fylgja. Svo lengi sem grunnur Eden stefnunar er ríkjandi í menningunni og við minnum okkur á gildin í daglegum aðstæðum þá erum við á góðri leið. Öll okkar heimili hafa þetta Eden „hjarta“ , en við þurfum alltaf að vera á tánum og meta hvort við séum á réttri leið. Við höldum áfram okkar vinnu með þetta í huga og öll okkar heimili verða komin með formlega Eden vottun í vor. Kveðja og góða helgi Karl Óttar Einarsson Forstjóri Grundarheimilanna p.s. fyrir þá sem að vilja kynna sér Eden hugmyndafræðina betur er bent á heimasíðu Eden Ísland hér fyrir neðan. https://edenalticeland.org/

Tónleikar með Stórsveit Íslands

Síðasta miðvikudagskvöld voru tónleikar fyrir íbúa 60+ með Stórsveit Íslands. Stórsveit Íslands ásamt söngvurum léku íslenskt bítl (frá árunum 1962-1977). Lögin voru útsett af Þórði Baldurssyni og voru söngvararnir Vigga Ásgeirsdóttir, Ari Jónsson og Davíð Ólafsson. Á tónleikunum fengu íbúar að heyra tónlist frá upphafsárum íslenskrar bítlatónlistar í stórsveita stíl. Þökkum við kærlega fyrir frábæra kvöldstund.

Lífssagan eitt það mikilvægasta sem fylgir heimilismanni

Þegar fólk flytur á Grundarheimilin er lagt uppúr því að lífssaga fylgi viðkomandi. Lífssagan er eitt það mikilvægasta sem starfsfólkið fær í hendur um heimilismenn.