Uppskeran góð á Grund

Í nokkur ár hafa heimilismenn á Litlu og Minni Grund ræktað jarðarber. Í ár er metuppskera í matjurtakassanum sem hýsir jarðarberjaplönturnar. Í gærmorgun var tínt í skál til að bjóða með morgunkaffinu en slíkt er ekkert einsdæmi og hefur verið hægt að gera af og til í sumar. Berin eru ótrúlega sæt og góð í ár og mikil sæla með þessa flottu uppskeru.