Fréttir

Minni karla og þorramatur

Á bóndadaginn var efnt til söngstundar í setustofu á þriðju hæð Grundar þar sem heimilisfólk söng minni karla og ýmis lög sem tengjast þorranum. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á þorramat á Grund.

Samvera og spjall

Reglulega er blásið til samverustundar í setustofunni á þriðju hæð Grundar. Það er engin dagskrá, bara samvera. Sumir prjóna, aðrir lita eða mála, leysa krossgátur eða spjalla bara við sessunauta. Jón Ólafur mætir svo oft með nikkuna og tekur nokkur lög og oftar en ekki fer heimilisfólk að raula með þegar lögin eru kunnugleg. Virkilega notalegar samverustundir.

Heimilismenn bólusettir

Kæru aðstandendur Heilbrigðisyfirvöld mæla með Covid örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma ef liðnir eru 4 mánuðir eða meira frá síðustu bólusetningu. Í janúar munum við bjóða þeim sem þar sem liðið er meira en 4 mánuðir frá síðustu bólsetningu upp á Covid örvunarbólusetningu. Við biðjum ykkur um að láta okkur vita eins fljótt og þið getið ef þið eruð alfarið á móti því að ykkar aðstandandi fái örvunarskammt. Best að láta viðkomandi deildarstjóra vita eða senda póst á sigridur@grund.is

Þrettándaball

Það er aldrei lognmolla þegar hún Hjördís Geirsdóttir leiðir söng og skemmtir. Hún er líka með frábæra hljómsveit með sér, fjölmarga úrvals harmonikkuleikara úr Grundarbandinu og píanistann Sigmund Indriða Júlíusson. Þetta er alvöru þrettándaball sem nú stendur yfir í hátíðasal heimilisins þar sem heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk skemmta sér hið besta.

Áramótamatseðill Grundarheimilanna 2022-2023

Lúsía og þernur hennar sungu jólalögin

Fyrir löngu var til siðs hér á Grund að fá í heimsókn lúsíu og þernur hennar á aðventunni. Þær gengu um húsið og sungu sænsk og íslensk jólalög með lifandi kertaljós í hendi og lúsían sjálf með kertakrans á höfði. Í ár var ákveðið að endurvekja þennan gamla sið. Lúsía og þernur hennar mættu og gengu um húsið og sungu jólalög undir stjórn Mariu Cederborg

Margir glöddu heimilisfólk á aðventu

Það komu ótrúlega margir gestir til okkar á Grund nú fyrir jólin, sungu jólalögin, léku á hljóðfæri, lásu og styttu fólkinu okkar stundir með ýmsum hætti. Þar á meðal var t.d. sönghópurinn Spectrum, félagar sem spila með lúðrasveitinni Svan, Grundarbandið, Skólahljómsveit Vestur,- og miðbæjar, börnin í Landakotsskóla, Laufáskórinn og ekki má gleyma Senu sem gaf öllum okkar heimilismönnum aðgang að jólagestum Björgvins. Við þökkum ykkur öllum af alhug. Þið glödduð heimilisfólkið okkar svo sannarlega. Takk kærlega.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Tjúttað við jólatóna

Grundarbandið kom nýlega til okkar og lék fyrir dansi. Það er alltaf gaman þegar þau gleðja okkur með dúndrandi stuði og notalegri nærveru. Heimilisfólk og starfsfólk hrífst með og svífur um hátíðarsalinn í ljúfum dansi.