Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

16.04.2025  |  Mörkin

Páska bingó 60+

Á mánudaginn héldum við páska bingó fyrir íbúa í Mörk 60+ í Kaffi Mörk. Gísli Páll stjórnarformaður var bingóstjóri og fóru margir íbúar með gómsæt páskaegg heim 🐥 Gleðilega páska🐣🎋
14.04.2025  |  Grund

Páskalegt á Grund

Það er orðið páskalegt um að litast hér hjá okkur á Grund enda komu þessi mektarhjón með tugi blóma úr Hveragerði sem prýða nú heimilið. Að auki eru páskalegar uppákomur daglegt brauð þessa dagana, páskaeggjabingó, páskaföndur og svo eru heilu stæðurnar af páskaeggjum komnar í hús.
14.04.2025  |  Grund

Óvæntur gestur á stjórnarfundi

Það er algengt að kisur geri sig heimakomnar á Grund. Á síðasta stjórnarfundi heimilisins linnti þessi fallega kisa ekki látum fyrr en hún komst inn á fundinn. Hún lagði ekki mikið til málanna en hlustaði með eyrun vel sperrt. Þegar sækja átti mjólk fyrir þennan óvænta gest ákvað hann að hoppa upp í gluggakistuna á ný og halda för sinni áfram þar sem hann fengi kannski eitthvað meira krassandi til að hlusta á og ef til vill rjóma til að lepja.
08.04.2025  |  Grund

Nemendur Kvennaskólans mættu á Grund

Á ári hverju mæta nemendur úr Kvennaskólanum hingað á Grund þegar það er peysufatadagur hjá þeim. Þvílík gleði þegar allur hópurinn kemur í portið á Grund og dansar og syngur. Takk kæru nemendur fyrir skemmtunina og takk kæru forráðamenn Kvennaskólans fyrir að muna eftir fólkinu okkar ár eftir ár
07.04.2025  |  Grund

Kókó og Kíkí komin með tvo unga

Eins og margir vita búa Kókó og Kíki á Grund. Parið fékk nýtt og stærra búr á dögunum og skömmu síðar voru komin egg í litla kassann sem er áfastur búrinu. Nú hafa tveir ungar litið dagsins ljós og mikil lukka meðal heimlisfólks að fylgjast með þessari litlu fjölskyldu. Það er dekrað við þau með sérfæði og þeir sem kíkja í heimsókn passa að það séu engin læti. Reyndar er Kókó kominn í frí langþráð frí frá Kíkí sem hafði gert honum lífið leitt um skeið. En þau eru í sama herberginu, þurftu bara hvíld frá hvort öðru um sinn. Það gerist á bestu bæjum.
01.04.2025  |  Ás

Eldgos og heitir bakstrar

Heimilisfólkið í sjúkraþjálfun Áss fylgdist vel með á skjá þegar gosið hófst á Reykjanesskaga í morgun. Allir engu að síður önnum kafnir við að gera æfingar á þessum þriðjudagsmorgni. 😍 Í lokin er svo boðið upp á heita bakstra fyrir stífar axlir. Já það er ekki amalegt að búa í Ási
Grundarheimilin

Kynningarmyndband