Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

20.11.2024  |  Til aðstandenda - Ás, Ás

Kosið á Ási í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram hér á hjúkrunarheimilinu á Ási í dag, miðvikudaginn 20. nóvember frá klukkan 13:00 til 15:00. Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
18.11.2024  |  Til aðstandenda - Mörk, Mörk

Kosið í Mörk í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram í sjúkraþjálfun á fyrstu hæð í Mörk í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
18.11.2024  |  Grund

Kosið á Grund í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram á Grund í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
14.11.2024  |  Til aðstandenda - Ás, Til aðstandenda - Grund, Til aðstandenda - Mörk, Grund, Ás, Mörk

Öll Grundarheimilin eru nú Eden heimili

Í gær var Eden hringnum okkar lokað á Grund en þá fékk heimilið formlega viðurkenningu sem Eden heimili. Þar með eru öll Grundarheimilin þrjú orðin Eden heimili. 👏👏 Á sama tíma var endurnýjuð vottunin fyrir Mörk og Ás. Af þessu tilefni var boðið upp á marsípantertu með kaffinu á öllum heimilunum. Það var Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, sem tók formlega við viðurkenningunni fyrir Grund frá Rannveigu Guðnadóttur forsvarsmanni Eden á Íslandi, https://edenalticeland.org/
08.11.2024  |  Ás

Færðu okkur falleg skilaboð

Við fengum svo frábæra heimsókn til okkar í morgun. Þrjár flottar stelpur úr Grunnskólanum í Hveragerði komu til okkar með svo falleg skilaboð í tilefni af Baráttudegi gegn einelti sem er í dag 8.nóvember. Við settum myndina þeirra uppá tréð okkar því skilaboðin passa svo vel með öllum þeim jákvæðu orðum sem við erum að safna saman þar. „Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig“
08.11.2024  |  Grund

Setningarhátíð Iceland airwaves að venju á Grund

Það er komin hefð fyrir því að hafa setningarathöfn tónlistarhátíðarinnar Iceland airwaves á Grund. Í gær var komið að þeim árlega viðburði. Eftir að Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra hafði lýst því yfir að hátíðin væri hafin stigu á stokk Elín Hall söng- og leikkona og hljómsveitin Hjálmar. Það er alveg sérstakt andrúmsloft þegar þessi viðburður er á heimilinu. Heimilisfólk lætur sig ekki vanta en svo koma líka leikskólabörn sem og gestir sem hafa keypt sig inn á hátíðina. Allir sitja saman í sátt og samlyndi og hlýða á listamennina sem fram koma.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband