Fréttir

Heimilismenn skelltu sér á kaffihús

Það er ekki langt að fara á kaffihús Hjálpræðishersins, Kastalakaffi. þegar búið er á Mörk. Fyrir skömmu ákvað heimilisfólkið á Langholti, 4 hæð, að gera sér glaðan dag og skreppa þangað. Starfsfólk og heimilisfólk lögðu land undir fót og fengu sér göngutúr. Frábær tilbreyting og ljúffengar veitingar

Áhugaverður fundur

Diskó í Mörk

Það var fjör á diskótekinu í Mörk í gær

Viltu útbúa lífssögu fyrir mömmu eða ömmu?

Í dag var aðstandendum Grundarheimilanna boðið að koma í Mörk og kynna sér hvernig hægt er að gera lífssögu fyrir heimilismann.

Viltu útbúa lífssögu fyrir þinn aðstandanda?

Miðvikudaginn 20. mars klukkan 17:00 bjóðum við aðstandendum heimilisfólks á Grund, Mörk og í Ási að koma í matsal Markar á 1. hæð og fræðast um lífssöguna og mikilvægi hennar. Við bjóðum aðstandendum að gera lífssögu síns aðstandanda á veggspjald og útvegum það sem til þarf nema koma þarf með útprentaðar ljósmyndir af heimilismanni frá mismunandi aldursskeiðum.

Á fjórða tug starfsmanna á Eden námskeiði

Í vikunni lauk öðru Eden námskeiði vetrarins. Á fjórða tug starfsfólks Grundarheimilanna þriggja daga námskeið.

Starfsfólk fræðist um Eden hugmyndafræðina

Þessa dagana stendur yfir annað Eden námskeið ársins í hátíðasal Grundar en það sækja starfsmenn Grundarheimilanna.

Iðnaðarmaður ársins 2024

Það er gaman að segja frá því að Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sæmdi á dögunum heimilismanninn Ásgrím Jónasson rafvirkjameistara, - iðnaðarmann ársins 2024.

Notalegt í vinnustofu Markar

Margir heimilismenn koma niður í vinnustofu til að bjástra við eitthvað, prjóna, hekla, lesa, leysa krossgátur, teikna eða bara til að spjalla og fá sér kaffisopa.

Leikskólakrakkarnir slógu köttinn úr tunnunni

Á öskudag fengum við skemmtilega heimsókn í Mörk. Börn sem eru á leikskólanum Steinahlið komu þrammandi þaðan til okkar og eyddu morgninum með heimilisfólki. Meðal annars slógu þau köttinn úr tunnunni, sungu og spjölluðu. Allir skemmtu sér konunglega.