Fréttir

Góð byrjun á degi

Hnoðri, sem býr í Bæjarási, veit að það er hlýtt og notalegt að kúra á teppinu hjá henni Sóleyju og líklega elskar hún líka að hafa kisu hjá sér. Ljúft að byrja daginn svona

Eden könnun á leið til aðstandenda

Kæru aðstandendur Á næstunni mun berast til ykkar vefslóð á könnun sem við biðjum ykkur um að svara með ykkar heimilismanni. Könnunin byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra starf á heimilunum. Það er mikilvægt að heyra hvað við erum að gera vel en ekki síðu hvar við getum bætt okkur. Því vonumst við til að þú getir gefið þér tíma tilað svara könnuninni með heimilismanni. Eftir nokkrar vikur mun svipuð könnun berast en hún er fyrir aðstandendur einvörðungu og þegar hún berst þá biðjum við ykkur um að svara henni líka.

Slökun í Bæjarási

Notalegur morgun í Bæjarási þegar Fanney iðjuþjálfi heimsótti heimilisfólkið þar og bauð upp á slökun. Heitir bakstrar á axlir og hlýjir ullarvettlingar á hendur. Ljúf rödd sem leiddi heimilisfólkið smám saman í kyrrð og ró

Gáfu öllum heimiliskonum rós

Í tilefni konudags í gær fengu allar heimiliskonur á Grundarheimilunum rós að gjöf. 🥰 Tæplega þrjú hundruð rósir sem heimiliskonur fengu eru gjöf frá Ræktunarstöðinni í Hveragerði og að sögn Jóhanns Ísleifssonar blómabónda var ljúft að geta glatt heimiliskonurnar með þessari rósasendingu. Í fyrra gáfu þeir líka rósir á heimilin á konudaginn. Grundarheimilin þakka Ræktunarstöðinni fyrir þessa hlýju og fallegu gjöf.🌹

Pongó fylgist með æfingunum

Það var notalegt í sjúkraþjálfuninni okkar í vikunni. Heimiliskonurnar Rúna og Eyrún kom saman einu sinni í viku og gera styrktaræfingar. Að þessu sinni voru þær að gera æfingar með uppáhaldsdótinu hans Pongó, stórum appelsínugulum boltum. Hann fylgdist að sjálfsögðu spenntur með og passaði að allt færi vel fram.

Gleðileg jól

Öðruvísi jólatré í sjúkraþjálfun Áss

Fallega tréð sem prýðir sjúkraþjálfunina í Ási hefur tekið á sig jólalegan blæ

Samkeppni um flottasta piparkökuhúsið

Undanfarin ár hefur verið efnt til skemmtilegrar samkeppni á Grundarheimilunum um flottasta piparkökuhúsið. Ekki endilega bara það hús sem er fallegast heldur tekið mið af allskonar þáttum eins og samvinnu heimilisfólks og starfsfólks, móttökum þegar dómnefnd mætti, veitingum og frumleika. Það ríkti eftirvænting þegar dómnefndin fór um Grundarheimilin og á öllum heimilum var henni tekið fagnandi. Peningaverðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin á öllum heimilunum þremur. Sjá fleiri myndir af húsunum á facebook síðum heimilanna.

Kosið á Ási í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram hér á hjúkrunarheimilinu á Ási í dag, miðvikudaginn 20. nóvember frá klukkan 13:00 til 15:00. Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.

Öll Grundarheimilin eru nú Eden heimili

Í gær var Eden hringnum okkar lokað á Grund en þá fékk heimilið formlega viðurkenningu sem Eden heimili. Þar með eru öll Grundarheimilin þrjú orðin Eden heimili. 👏👏 Á sama tíma var endurnýjuð vottunin fyrir Mörk og Ás. Af þessu tilefni var boðið upp á marsípantertu með kaffinu á öllum heimilunum. Það var Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, sem tók formlega við viðurkenningunni fyrir Grund frá Rannveigu Guðnadóttur forsvarsmanni Eden á Íslandi, https://edenalticeland.org/