Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

16.05.2024  |  Mörk

Heimilismenn skelltu sér á kaffihús

Það er ekki langt að fara á kaffihús Hjálpræðishersins, Kastalakaffi. þegar búið er á Mörk. Fyrir skömmu ákvað heimilisfólkið á Langholti, 4 hæð, að gera sér glaðan dag og skreppa þangað. Starfsfólk og heimilisfólk lögðu land undir fót og fengu sér göngutúr. Frábær tilbreyting og ljúffengar veitingar
16.05.2024  |  Ás

Heimilisfólk sýnir verk á bókasafni Hveragerðis

Nú stendur yfir myndlistarsýning nokkura heimilismanna og starfsmanna Áss í bókasafni Hveragerðis. Á sýningunni eru m.a. vatnslitamyndir, akrílmyndir, olíumyndir og ljósmyndir. Sýningin er öllum opin og stendur út maímánuð.
07.05.2024  |  Mörkin

Síðasta innipúttmót vetrarins

Síðasta innipúttmót vetrarins var haldið i lok apríl og að venju var það Júlíus G. Rafnsson, fyrrverandi forseti Golfsambands Íslands, sem hélt utan um og stýrði mótinu. Eins og í fyrri mótum í vetur voru teknir tveir 9 holu hringir og að því loknu fór pútthópurinn í Kaffi Mörk og gæddi sér á guðaveigum og góðgæti. Það er hugur í fólki að byrja að pútta utandyra og taka þátt í púttmótum undir beru lofti en Júlíus hyggst einnig stýra mótum sumarsins. Í þessu síðasta innanhússmóti vetrarins var tilkynnt um sigurvegara vetrarins, samtalan tekin úr mótum vetrarins.
07.05.2024  |  Grund

Diskó í hátíðasalnum

Diskó, diskó friskó er viðlagið í einu þekktu diskólagi sem eflaust hljómaði á diskótekinu sem haldið var í hátíðasal Grundar í síðustu viku. Það var létt og kátt andrúmsloftið og margir sungu með hástöfum þegar Abba hljómaði í salnum. Það voru allir á einu máli um að það yrði stutt í næsta diskó.
07.05.2024  |  Grund

Fóstbræður sungu fyrir heimilisfólk Grundar

Karlakórinn Fóstbræður kom í sína óviðjafnanlegu heimsókn hingað á Grund um síðustu helgi og hélt tónleika. Þetta var að venju mögnuð stund og húsið ómaði af þessum stórkostlega söng. Takk kæru Fóstbræður fyrir að muna alltaf eftir okkur hér á Grund, ár eftir ár.
30.04.2024  |  Ás

Púslað í gríð og erg

Það er alveg vinsælt að púsla í Ási... Hér er sko legið yfir einu og styttist í að hægt sé að byrja á nýju.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband