1.8 km. 24 mín. miðað við 4.5 km/klst meðalgönguhraða.
Farið er frá bekknum við nr. 58 í Mörkinni, fyrir norðurendann á hjúkrunarheimilinu. með austurhlið hjúkrunarheimilisins inn á göngubrúna yfir Miklubraut til suðurs og svo til hægri eftir göngustígnum. Upp brekkuna að gatnamótum Sogavegar og Skeiðarvogs. Ekki fara yfir gatnamótin til Garðs Apóteks (nema þið eigið erindi) heldur á göngustíginn til vesturs með Sogaveginum þegar græni kallinn logar. Gengið er meðfram Sogaveginum, fyrst með fimm raðhús á vinstri hönd og síðan 13 einbýlishús, sem við fyrstu sýn virðast nákvæmlega eins en við nánari athugun hafa hvert sitt sérkenni. Á hægri hönd er skógur. Síðan er farið framhjá ríkissal Votta Jehova, svo framhjá hvítu atvinnuhúsnæði að stíg sem beygir til hægri upp á göngubrúna yfir Miklubrautina aftur til norðurs. Þegar yfir brúna er komið er beygt til hægri og göngustígnum með Miklubrautinni fylgt undir umferðarbrúna fyrir Skeiðarvoginn, þá á að taka vinstri stíginn um undirgöng sem liggja undir afreinina, sem liggur frá Miklubraut upp á Skeiðarvog.
Eftir göngustíginn er beygjt til vinstri og svo til hægri upp á milli blokkanna og heim.
Galli við þessa leið er umferðargnýr á annatíma og hugsanleg svifryksmengun í þurrum sunnanáttum.