Kaffi Grund og verslun

Í lok árs 2024 var opnað notalegt kaffihús í suðurgarði Grundar, Kaffi Grund. Þar gefst heimilisfólki og aðstandendum kostur á að setjast niður í fallegu umhverfi og njóta góðra veitinga.  Kaffihúsið er einnig opið almenningi. Á sumrin gefst gestum kostur á að sitja í skjólgóðum garðinum og þar eru einnig leiktæki fyrir börn.
Verslun Grundar er við inngang að kaffihúsi. Þar eru seldir gosdrykkir, sætindi og nasl, snyrtivörur og fatnaður.
Gengið er inn í kaffihús og verslun um aðalinngang Brávallagötumegin.
Opnunartími Kaffi Grundar og verslunar er virka daga frá 12:00 til 17:00 og um helgar frá 13:00 til 17:00.