Val starfsmanna og ráðningar
Lögð er áhersla á trúnað og traust í ráðningum. Leitast er við að fá til sín hæft, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem sýnir frumkvæði. Við ráðningu nýrra starfsmanna er mikilvægt að vinnubrögð séu hlutlaus og fagleg. Lögð er áhersla á að starfsmannahópurinn sé fjölbreyttur. Mikilvægt er að móttaka nýrra starfsmanna sé markviss og staðið sé vel að nýliðafræðslu, þjálfun og aðlögun nýrra starfsmanna. Skýr og raunhæf viðmið eru fyrir frammistöðu í starfi, í samræmi við starfslýsingar.