Allir spenntir að fylgjast með litlu fjölskyldunni

Páfagaukarnir Kókó og Kíki sem búa á Grund eignuðust nýverið unga. Hann dafnar vel en heldur sig ennþá inni í varpkassanum. Gera má ráð fyrir að hann fari að blaka litlum vængjum nú fyrir jól og koma fram í búrið.
Hann er að fá bláar fjaðrir eins og pabbinn en en enn er óljóst hvers kyns hann er. Allir á Grund fylgjast vel með framvindunni og hlakka til að fá að fylgjast með þessari litlu fjölskyldu.