Deildi með heimilisfólki sögum af veru sinni á Grænlandi

Björg Sigurðardóttir ljósmóðir gladdi heimilisfólk með nærveru sinni í morgunstund í gær. Hún sagði frá störfum sínum og veru í Grænlandi. Það er stórkostlegt að upplifa hvað tónlistarfólk, rithöfundar, dansarar, fólk með áhugaverða sögu, fyrirlesarar og fræðimenn eru til í að koma í sjálfboðavinnu og deila með heimilisfólkinu okkar því sem það hefur fram að færa. Kærar þakkir öll sem gefið af tíma ykkar og veitið þannig tilbreytingu í líf fólksins okkar