Fimm kennarar í herrakaffinu

Áfram heldur herrakaffið á Grund og nú var slíkt samsæti á boðstólum í austurhúsi Grundar, á vinnustofunni. Heimilismenn byrjuðu á því að segja aðeins frá sér og þá kom á daginn að í þessum litla hópi voru fimm fyrrverandi kennarar, tveir grunnskólakennarar og þrír framhaldsskólakennarar. Var mikið hlegið yfir þessari skemmtilegu tilviljum. Einn þeirra er giftur presti og einn prestur í hópnum, sr. Auður Inga var að aðstoða herrana í samsætinu og kom á daginn að eiginkonan sem var prestur heitir líka Auður. Meðlætið var einstaklega þjóðlegt, flatkökur og kleinur sem rann ljúflega ofan í mannskapinn.