Hattadagur á Grund

Í síðustu viku var kominn galsi í fólk hér í húsinu og ákveðið að vera með hattadag á föstudag. Starfsfólk mætti með hattana sína til vinnu og heimilisfólk skartaði höfuðfötum sem það annaðhvort fékk lánað úr safni iðjuþjálfunar heimilisins eða bara átti sjálft. Það fylgdi deginum mikil kátína enda sumir hattarnir frekar skondnir og skemmtilegir. Það má líka geta þess að á Grund er núna búsett hattagerðarkonan Ásthildur Vilhjálmsdóttir sem vann lengi við hattagerð á Laugavegi. Henni fannst ekki leiðinlegt að skoða öll þessi höfuðföt sem fólk skartaði.