Kjartan hafði í nokkur ár dundað sér við að feta í fótspor langafa síns sem hafði tekið ljósmyndir á ýmsum stöðum á landinu. Björn tók myndirnar á árunum milli 1930 og 1940 en Kjartan á árunum 2012 til 2015.
„Ég reyndi að fara í nákvæmlega sömu fótspor og langafi og standa á sama stað og hann þegar ég smellti af. En hann þurfti að leggja meira á sig en ég til að komast á suma staðina, því ekki var búið að leggja vegi að þeim öllum þegar hann var þar á ferð. Hann þurfti stundum að fara á hestum yfir ófærur þar sem ég gat ekið á bíl, til dæmis til að komast að Slæðufossi...“
Sjón er sögu ríkari, endilega komið við á ganginum með heimilisfólkinu ykkar á Grund og skoðið.