Það var hamborgaraveisla á Grundarheimilunum í lok síðustu viku og þá þurfti starfsfólkið í Ási að láta hendur standa framúr ermum. Eyjólfur Kristinn Kolbeins fékk í lið með sér barnabarnið sitt Viktor Másson og þeir græjuðu þetta með stæl, steiktu um eitt þúsund hamborgara. Heimilisfólkið kunni vel að meta hamborgara og franskar og gæddi sér svo á ís eftir herlegheitin.