Tilbreyting

Það er svo gaman að fylgjast með samstarfsfólki mínu hvað það er uppátækjasamt. Á facebook síðum heimilanna má sjá að nýlega hefur verið allskonar skemmtilegt uppbrot frá daglegu lífi. Íspinnadreifing, svalasamkeppni, gönguferðir, söngstundir útivið, spariboð og ég veit ekki hvað. Sólin sem hefur verið síðustu daga hjálpar heldur betur til við að lyfta andanum.
Það er skemmtilegt þegar við leyfum okkur að hugsa aðeins út fyrir boxið og hafa gaman í vinnunni á heimilum okkar heimilismanna. Þegar við njótum okkar við að gera skemmtilega hluti þá gleður það alla í kring. Höldum áfram að vera óhrædd við að fá nýjar hugmyndir og gera „spondant“ hluti, inni og úti við. Það er gaman að gera öðruvísi hluti, við getum öll komið með hugmyndir og sumar verða að veruleika og sumar breytast aðeins í framkvæmd eftir því sem aðstæður leyfa.
Aðeins brot af því sem að gerist hjá okkur á hverjum degi kemur í facebook fréttirnar. Ég veit að það er heldur betur margt fleira brallað innan og utanhúss sem veitir tilbreytingu í tilveruna.
Ég nota tækifærið og hvet aðstandendur til að vera með okkur í þessu ferðalagi, koma með hugmyndir og vera með í að koma hugmyndum í framkvæmd.

 

Kveðja og góða helgi,
Karl Óttar Einarsson
forstjóri Grundarheimilanna