Um 11.000 sumarblóm á Grundarheimilin

Félagarnir Jónas Þór og Siggi að huga að grænmeti og sumarblómum í Ási.
Félagarnir Jónas Þór og Siggi að huga að grænmeti og sumarblómum í Ási.
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem leið á um Grundarheimilin að búið er að gróðursetja þúsundir plantna á heimilunum, í görðum, á svölum, við gangstíga og í sólstofum. Jónas Þór Sigurbjörnsson, garðyrkjustjóri Grundarehimilanna, segir að sáð hafi verið um fyrir um 10-11.000 sumarblómum, morgunfrúm, stjúpum, dalíum, tóbakshornum og svo mætti áfram telja. Auk þess segir Jónas að uppskeran sé ríkuleg af agúrkum og tómötum og kirsuberjatómötum og einnig er vex salat vel. Þegar búið er að fara með grænmetið í eldhús Grundarheimilanna gefst starfsfólki kostur á að kaupa á vægu verði agúrkur og tómata og það hefur mælst vel fyrir.