100 ára afmæli Grundar fagnað
Grund
01.11.2022
Það ríkti góð stemning í hátíðarsal Grundar þann 29. október síðastliðinn þegar heimilið fagnaði 100 ára afmæli. Boðsgestir streymdu í salinn um miðjan dag til að heiðra heimilið, fluttu ávörp og komu færandi hendi með blóm og aðrar góðar gjafir. Móttakan hófst með ávarpi forseta Íslands, þá ræðu Jóhanns J. Ólafssonar stjórnarformanns Grundar, ræðu Gísla Páls Pálssonar forstjóra Grundarheimilanna og ræðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Gissur Páll Gissurarson söng nokkur lög og endaði á afmælissöngnum. Þá veitti Öldrunarráð Íslands styrk sem ráiðið veitir árlega í nafni Gísla Sigurbjörnssonar fyrrum forstjóra Grundar og formaður Sjómannadagsráðs Ariel Pétursson færði afmælisbarninu táknræna styttu og Dirk Jarré formaður Eurag, evrópskra öldrunarsamtaka færði heimilinu listaverk. Heimilismaðurinn Sigmundur Indriði Júlíusson lék á píanó.